Lengri opnunartími íþróttahúss

Opnunartími íþróttahúss mun taka tímabundnum breytingum í næstu viku, en húsið mun opna klukkutíma fyrr, þrjá daga í viku.

Er breytingin liður í að reyna að virkja sem flesta í samfélaginu til að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem við höfum upp á að bjóða hér á Skagaströnd! 

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga opnar húsið 06:45

Þriðjudaga og fimmtudaga helst opnunartími óbreyttur 07:45

 

Sveitarstjóri