Létt dagskrá í tali og tónum í Hólaneskirkju

Þriðjudagskvöldið 17. nóvember kl. 20:30 verður létt dagskrá í tali og tónum í Hólaneskirkju.

Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls í Skagafirði syngur undir stjórn Stefáns R Gíslasonar. Einsöngvari er Ásdís Guðmundsdóttir. Undirleikarar með kórnum Stefán Gíslason, Margeir Friðriksson og Víglundur Rúnar Pétursson.

Kynnir er sr. Gísli Gunnarsson. Allir velkomnir, aðgangur  ókeypis.

Dagskráin er styrkt af minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli.