Líffræðingur / fiskifræðingur / líftæknifræðingur

Líffræðingur / Fiskifræðingur / Líftæknifræðingur

BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd,  óskar eftir að ráða líffræðing / fiskifræðing / líftæknifræðing eða starfsmann með sambærilega menntun til starfa.

Starfssvið:

·        Framkvæmd og umsjón rannsóknaverkefna tengd lífríki Húnaflóa.

·        Mótun nýrra rannsóknaverkefna.

·        Þátttaka í uppbyggingu og stefnumótun BioPol ehf.

Hæfniskröfur:

·        Áskilið er B.Sc eða M.Sc. próf í fyrrgreindum fræðigreinum.

·        Reynsla af rekstri og uppsetningu rannsóknaverkefna.

·        Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar nk. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur berist

BioPol ehf.,  Bjarmanesi, 545 Skagaströnd

Nánari upplýsingar veitir Halldór G. Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 452-2977 eða 896-7977

 

BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd  er  ætlað starfa á vettvangi:

·         Rannsókna á lífríki Húnaflóa með það að leiðarljósi að auka þekkingu á vistkerfi hans og landgrunnsins við Ísland. Á þessum rannsóknum verður byggð markviss leit að auknum nýtingarmöguleikum auðlinda sjávar.

·         Rannsókna á vettvangi líftækni, nýsköpun og markaðssetning á afurðum líftækni úr sjávarlífverum.

·         Fræðslu í tengslum við fyrrgreindar rannsóknir.

 

BioPol ehf. hefur gert samstarfssamninga við Háskólann á Akureyri, Scottish Association for Marine Science og Veiðimálastofnun.