Listamaðurinn Kate Dambach spyrill

Myndlistarkonan Kate Dambach verður spyrill í spurningakeppninni DREKKTU BETUR á föstudagskvöldið þann 17. apríl.. 

Hún kemur frá Bandaríkjunum en er hér á vegum Nes listamiðstöðvar og kann bara ágætlega við sig á Skagaströnd.

Kata lofar að vera með skemmtilegar og fræðandi spurningar. Hún spyr á ensku en Ólafía Lárusdóttir þýðir spurningarnar jafnóðum.

Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að fjölmenna og njóta flottrar skemmtunar.