Listamenn nóvembermánaðar

Fjölgar nú aðeins listamönnum hjá Nes-listamiðstöðinni í nóvember. Í október voru aðeins þrír listmenn við þessa ágætu stofnun og var ástæðan fyrst og fremst forföll að ýmsum ástæðum sem fyrst og fremst eru rakin til persónulegra ástæðna  en ekki þess að menn vilji ekki koma til mánaðardvala á Skagaströnd að vetrarlagi.

 

Afar mikil aðsókn hefur hins vegar verið að Nes-listamiðstöðinni og að því leytinu til eru allir ánægðir með starfsemina.

 

Þessir listamenn koma hingað til dvalar í nóvember.

 

Sverrir Sveinn Sigurðsson rithöfundur

Timo Rytkönen, myndlistarkona frá Finnlandi

Kate Dambach málari frá Bandaríkjunum

Ben Taffinder skúlptúristi frá Bretlandi

Carola Luther rithöfundur frá Bretlandi og

Noemi Romano hönnuður og listamaður frá Ítalíu.