Listsýning í kjallaranum á Bjarmanesi

Í gær opnaði Aimée Xenou listamaður hjá Nesi listamiðstöð athyglisverða sýningu í kjallaranum í Bjarmanesi. 

Sýningin er gagnvirk, þ.e. áhorfendum stendur til boða að taka þátt í henni, og hafa því bæði börn og fullorðnir gaman að því að skoða hana.

Einnig er getraun í gangi sem allir geta tekið þátt í og eru verðlaun í boði fyrir þann sem tekst best að leysa þrautina.

Opið er alla vikuna frá klukkan 14 til 19.