Listviðburður í kirkjunni á sunnudagskvöldið

Listviðburður á vegum Ness listamiðstöðvar verður í Hólaneskirkju sunnudagskvöldið 13. febrúar kl. 20. Höfundurinn er Aimée Xenou og er um að ræða dans- og tónlistargjörning. Nafnið er „Flutningur fjölskyldu í máli og mynd - fyrri hluti“ og helgast það af því að foreldrar listakonunnar og bróðir taka mikilvægan þátt í viðburðinum

Aðrir listamenn sem taka þátt eru stúlkur sem lært hafa dans í vetur hjá Andreu Kasper og bróðirinn:
  • Andrea Kasper, dansari og danshöfundur
  • Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, dansari
  • Guðrún Anna Halldórsdóttir, dansari
  • Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir, dansari
  • Björn Rothmüller, tónlistarmaður, orgelleikari
Allir velkomnir - Viðburðurinn er ókeypis og tekur um 30 mínútur.

Aimée þakkar öllum listamönnunum, samfélaginu á Skagaströnd, Hallbirni Björnssyni (Ice-Technology), stjórn Nes listamiðstöðvar, Ólafíu Lárusdóttur og Ursulu Árnadóttur fyrir áhuga þeirra og innlegg.