Mánudaginn 8. desember kl. 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Hnappstaðatúni.
Þær upplýsingar hafa borist skrifstofu sveitarfélagsins að nokkrir jólasveinar muni eiga leið um Skagaströnd á þessum tíma og munu þeir líta við.
Sveitarfélagið býður upp á grillaða sykurpúða líkt og fyrri ár.
Með jólakveðju
Sveitarstjóri