Mynd vikunnar

"Litla Bryggjan"
Þessi mynd var tekin 1925. Bryggjan á myndinni var staðsett rétt austan við Hólsnefið, sem er systi endi Spákonufellshöfða. Hún var byggð 1922 með 130 dagsverka vinnuframlagi sjómanna á Skagaströnd en Verslunarfélag Vindhælinga fjármagnaði verkið að öðru leiti. Bryggjan var hlaðin úr grjóti, um 40 metra löng og fimm til átta metra breið. Fremst var svo grjótfyllt timburverk. Hlaðni hlutinn var með steyptu plani eins og sjá má á myndinni. Bryggjan kostaði um 80 þúsund krónur á sínum tíma sem þóttu miklir peningar. Lengst af gekk hún undir nafninu Litla bryggjan manna á meðal. Á þessari mynd er aðgerð í gangi en mennirnir á henni eru óþekktir.