Ljósmynd vikunnar

Beðið eftir Örvari
Séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d.1.6.1996) bíður komu Örvars Hu 21 í fyrsta sinn til heimahafnar á Skagaströnd í apríl 1982. Þó svo að myndin virðist segja að hann hafi einn tekið á móti skipinu var það ekki svo því fjölmenni var á bryggjunni þennan dag, flestir við bryggukantinn þar sem Örvar lagði að. Ef til vill hefur þessi aldni guðsmaður bara haft í huga það sem stendur í Biblíunni um að hinir síðustu munu verða fyrstir..... Myndina tók Guðmundur Ólafsson