Ljósmynd vikunnar

 
Skarphéðinn Einarsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Austur Húnvetninga hefur verið ötull forystumaður á tónlistarsviðinu í sýslunni í áratugi. Skarphéðinn lét af starfi skólastjóra sumarið 2018 en heldur áfram að spila og vera gleðigjafi með tónlist sinni og persónuleika. Húnvetningar standa í þakkarskuld við þennan ljúfa dreng, sem sannarlega hefur sett mark sitt á menningarlíf í Austur Húnavatnssýslu í áratugi.