Sigurður og kisi

Til fyrirmyndar er hvernig Sigurður Jónsson í Fjallsminni passar köttinn sinn. Þegar þeir fara út að ganga þá hefur Sigurður kisa í bandi. Ef kisi verður þreyttur á göngunni bregða þeir félagar á það ráð sem sést á myndinni: Sigurður ber kisa á herðunum.  Myndin af þeim félögum var tekin í lok október 2010.