Ljósmyndasamkeppi

Sveitarfélagið Skagaströnd efnir til ljósmyndasamkeppni í tengslum við formlega opnun gönguleiðar um Spákonufellshöfða.

Markmiðið með ljósmyndasamkeppninni er öðrum þræði að hvetja til þess að fólk gefa gaum að náttúru og umhverfi. Hitt skiptir ekki síður máli að fólk taki myndir af umhverfi sínu enda eru fjölmargir miklu betri myndasmiðir en þeir halda.

Keppnin er tímabundin en allir sem um Höfðann fara geta tekið þátt.

Reglur keppninnar eru þessar.

  1. Myndir skulu teknar á tímabilinu 17. júní til og með 30. júní 2008.
  2. Skilafrestur á myndum er til 1. júlí 2008.
  3. Myndir skal senda á netfang sveitarfélagsins, skagastrond@skagastrond.is eða koma á diski á skrifstofu sveitarfélagsins. Nafn og símanúmer ljósmyndara þarf að koma skýrt fram.
  4. Hver þátttakandi getur sent allt að 5 myndir í keppnina.
  5. Myndefnið skal vera eftirfarandi:
    1. Náttúrulíf á Höfðanum, fuglar, dýr, gróður og landslag.
    2. Fólk á ferð um Höfðann, fullorðnir, unglingar eða börn.
  6. Veitt verða þrenn verðlaun:
    1. Fyrstu verðlaun er starfræn myndavél
    2. Önnur og þriðju verðlaun verða veglegar bækur með náttúrulífsmyndum.

Dómnefnd velur bestu myndirnar.

 

Umsjónarmaður keppninnar er Sigurður Sigurðarson, markaðsrágjafi sveitarfélagsins.