Ljósmyndasýning

Ég mun opna ljósmyndasýninguna "Veðurmyndir –veðurlýsingar" í anddyri Fellsborgar fimmtudaginn 28. febrúar kl: 15 – 17. Sýningin er hluti af verkefni sem ég hef unnið að í Listamiðstöðinni Nesi nú í febrúar. Verkefnið var að taka myndir af veðri og fylgja þeim stuttar lýsingar og stök orð úr lýsingum nokkurra heimamanna á veðrinu. á myndunum. Sýningin mun standa til 17. mars.

Allir velkomnir.

Brynja Jóhannsdóttir