Ljósmyndasýning í Bjarmanesi

Ljósmyndasýningin ,,Leyst úr læðingi" verður í Kaffihúsinu Bjarmanesi á Skagaströnd júni-júli 2016

Vigdís H Viggósdóttir sýnir myndir sem hún tileinkar vorkomunni.

 Tileinkun:  

Veturinn kveður með kalda fætur,

en vorið með varma í lófum sínum vaknar af vetrarblundi.

Lífið er ýmist í burðarlið eða fætt og farið á stjá.

Blátt ljósið leitar að gulum fleti til að gera veröldina græna.