Mynd vikunnar

Ljósmyndar: Axel J. Hallgrímsson
Ljósmyndar: Axel J. Hallgrímsson

Myndin var tekin um borð í Örvari HU 21 en ekki er vitað hvenær. Á henni eru frá vinstri: Rögnvaldur Ottósson, Axel Gígjar Ásgeirsson, Hilmar Stefánsson og Ragnar Högnason. Þeir eru allir með guðlax í fanginu. Guðlax er mjög sérkennilegur fiskur sem þykir herramanns matur. Hann er mjög feitur fiskur með mildu bragði og getur orðið mjög stór, allt að 185 cm og 70 kg. Hann er sjaldgæfur flækingur á Íslandsmiðum og þykir mjög fallegur. Það sérkennilegasta við hann er þó það að hann er eini fiskurinn sem vitað er um að er með heitt blóð. (Heimild: Wikipedia).