LOGOS-Lestrargreining

Umsjónarmenn sérkennslu grunnskólanna í Húnavatnssýslum og sérkennari Grunnskólans á Borðeyri eru um þessar mundir að læra að nota nýtt greiningartæki í lestri.  Greiningartækið heitir LOGOS og er eftir Torleiv Høien einn þekktasta og virtasta sérfræðing á þessu sviði. Fyrri dagur námskeiðsins var haldinn 14. þ.m. á Laugarbakka farið yfir hugmyndir að baki prófinu og kennurunum kennt að leggja prófið fyrir. Nú þurfa kennararnir að æfa fyrirlögn og  mæta síðan á seinni dag námskeiðsins í haust þar sem farið verður yfir túlkanir á niðurstöðum greininga.

Mynd: nemendur og leiðbeinendur