Loksins snjór….

Það hefur ekki borið mikið á snjó frá áramótum. Síðustu daga hefur hann komið og jafnað landslagið eða myndað nýja hóla og hæðir. En snjórinn getur verið dulmagnaður og við ákveðin birtuskilyrði verður til skemmtilegt samspil sem gaman er að ljósmynda. Unnið er að því hörðum höndum að fjarlægja snjóinn af götum og greiða fyrir umferð eins og hægt er. Gera má ráð fyrir því að snjórinn stoppi ekki lengi við,  þar sem það styttist óðfluga í sumarið en sumardaguinn fyrsti er eftir 3 vikur.