Lúpínan á Höfðanum

 Í vikunni, 19. – 23. júní mun fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun vinna að eyðingu lúpínu á Spákonufellshöfða. Hópurinn mun vinna í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla.

Markmið með verkefninu er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandi Höfðans og endurheimta þau gróðursvæði sem lúpínan hefur þegar lagt undir sig. Þetta er ekki auðvelt viðureignar og því er auglýst eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Með samstilltu átaki má ná enn betri árangri.

Hópurinn mun hittast við áhaldahúsið á mánudaginn 19. júní kl 9.00 og þeir sem hefðu áhuga á að mæta þar eru velkomnir. Sömuleiðis er fólki velkomið að koma inn í vinnuhópinn þegar hentar síðar í vikunni og leggja sitt að mörkum í samráði við hópinn.

Sveitarstjóri