Lúpínueyðing á Spákonuhöfða

Dagana 14. og 15. júní n.k. mun fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun vinna að eyðingu lúpínu á Spákonuhöfða.

Markmið með verkefninu er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandi Höfðans og endurheimta þau gróðursvæði sem lúpínan hefur þegar lagt undir sig.

Heimamönnum er velkomið að koma inn í vinnuhópinn og leggja sitt að mörkum í samráði við hópinn. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta mætt í áhaldahús kl 9 á mánudaginn kemur til að hitta hópinn. Vinnuskóli sveitarfélagsins mun einnig leggja sitt af mörkum við vinnuna. 

Sveitarstjóri