Lýðræði og mannréttindi

  Í starfi skólanna í vetur hefur miklum tíma verið varið til að skoða hvað verið er að gera og hvað gera þarf frekar til að vinna í anda nýrrar aðalnámskrár fyrir leik-grunn og framhaldsskóla og efla áherslur grunnþáttanna sex í skólastarfinu.

Grunnþættirnir sex eru: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Ný aðalnámskrá og grunnþættirnir sex eiga að vera starfsfólki skólanna leiðarvísir og fyrirmynd um áherslur, vinnulag og framsetningu í skólastarfinu öllu.

Einn grunnþáttanna, Heilbrigði og velferð, var til umfjöllunar á fræðslufundi  á vegum Fræðsluskrifstofunnar 29. apríl s.l.

Védís Grönvold,  kennsluráðgjafi, kom til okkar til að fræða okkur um helstu verkefni til að efla áherslur heilbrigði og velferðar í skólum Húnavatnssýslna.

Á námskeiðinu var unnið með eftirfarandi áherslur:

„Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.“

(Úr ritröð mennta- og menningarmálaráðuneytis 2013)

 

Þátttakendur voru fjörutíu og fjórir og létu mjög vel af fræðsludeginum.

 

Myndir: Þátttakendur og  leiðbeinandi.