Mæðginin Dagný og Sverrir meistarar í golfi

Meistaramót GSK var leikið á Háagerðisvelli í blíðskapar veðri daganna 11. til 13. júlí. Leiknar voru 36 holur. 

Klúbbmeistar urðu:

Kvennaflokkur:  Dagný Marín Sigmarsdóttir
Karlar meistaraflokkur:  Sverrir Brynjar Berndsen
Karlar 1. flokkur: Sigurður Sigurðarson.

Meðfylgjandi mynd var tekin á meðan á mótinu stóð. Þarna á hlöðnum garði á 5. braut stendur slyngur sláttumaður. Kúlan hafði staðnæmst ofan á garðinum og með lagni tókst honum að ná góðu höggi nærri því inn á flöt. Hægt er að stækka myndina með því að tvísmella á hana. Þá má kenna manninn.