Makríll óð í Skagastrandarhöfn

Makríllinn í höfninni á Skagaströnd vakti óskipta athygli þeirra bæjarbúa sem fréttu af göngunni. Fjöldi fólks dró fram veiðistöngina og ekki þurfti að bíða lengi áður en makríllinn beit á. Raunar var að auki mikið um sandsíli í höfninni.

Ekki er vitað til að maríll hafi áður vaðið í Skagastrandarhöfn. Þó er vitað að hann er góður matfiskur enda sprettharður og sterkur fiskur og tekur jafnvel betur á en silungur og lax.

Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Bernódusson þegar leikar stóðu sem hæst.