Malbikun á morgun 20. júlí

Miðvikudaginn 20. júlí verður farið í malbiksframkvæmdir í sveitarfélaginu - bæði nýframkvæmdir og endurnýjun slitlags. 

Þau svæði sem um ræðir eru eftirfarandi:

1. Plan við smábátahöfn.

2. Viðgerð á Skúffugarði. 

3. Nyrsti hluti Bogabrautar.

4. Efsti partur Mánabrautar.

5. Bílastæði við Spákonufellshöfða.

Íbúar á Mánabraut og Bogabraut eru vinsamlegast beðnir um að færa biðfreiðar til að forða skemmdum og tryggja vinnurými. Það sama á við um útgerðaraðila og aðra sem ganga um smábátahöfn. 

 

Sveitarstjóri