Malbikun gengur vel

 

Malbikun á höfninni hófust á laugardag og gengur ágætlega. Byrjað var á að leggja yfir gámasvæði á Miðgarði og upp að hafnarvoginni. Síðan var lagt á götuna upp með Hafnarlóð 6, mjölskemmunni. Einnig verður lagt á götu upp að leikskólanum og á plönin við Samkaup og söluskálann, þá verður lagt á stuttan kafla á Oddagötu. Auk þess verða teknir fyrir nokkrir kaflar sem gert verður við. Að undanförnu hefur verið unnið að undirabúningi malbikunar og gengið frá götum og plönum. Hefur þetta leitt til þess að aðgengi og umferð hefur truflast talsvert. Fólk hefur tekið þessum truflunum af hinu mesta jafnaðargeði og fær vonandi umbun þolinmæði sinnar þegar malbik verður komið á umrædd svæði. Reiknað er með að malbikun ljúki endanlega á mánudag.

Klæðning verður lögð á Vallarbraut og meðfram Bogabaut, Bankastræti og hluta Ránarbrautar.