Málefnaskrá í dreifingu á mánudag

Samstarfsnefnd um sameiningu Áshrepps, Blönduósbæjar, Höfðahrepps og Skagabyggðar afgreiddi í vikunni málefnaskrá sem lögð verður fyrir kjósendur og verður henni dreift á öll heimili í sveitarfélögunum nk. mánudag. Ritið er komið á sérstakar heimasíður Blönduósbæjar og Höfðahrepps og einnig á Húnahornið. Ritið er 12 síður á stærð, prýtt ljósmyndum og töflum með fjárhagslegum upplýsingum.