Málverkasýning Sveinbjörns Blöndal

Nú er verið að vinna í undirbúningi að yfirlitssýningu á verkum Sveinbjörns Blöndal sem fyrirhugað er að halda á Skagaströnd síðla í júlí og fram yfir miðjan ágúst næst komandi. 

Fyrir nokkru var auglýst eftir þeim sem kynnu að vilja lána verk á sýninguna og voru undirtektir mjög góðar.
 
Mörg verk hafa verið boðin fram og er nú verið að leggja lokahönd á að skrá
þau og mynda og síðan verða valin úr verk til sýningar. 

Þeir sem enn hafa ekki gefið sig fram en vildu lána verk eru beðnir að hafa samband við Lárus Ægi Guðmundsson í síma 864 7444