Markaður í sumar í gamla Kaupfélaginu

Í sumar verður opnaður markaður í kjallara gamla Kaupfélagsins á Skagaströnd. Fyrir framtakinu standa þrjár skagstrendskar konur, Björk Sveinsdóttir, Signý Ó. Richter og Birna Sveinsdóttir.

Þær leita eftir  handverksfólki og hagleikssmiðum sem þær trúa að fyrirfinnist á Skagaströnd og í Skagabyggð. Þeir sem hafa áhuga á að vera með vörur til sölu 
í markaðnum eru eindregið hvattir til að hafa samband við þremenningana.

Signý er með símann 820 1991, Birna 896 6105 og Björk hefur símann 862 6997.