Meðalhiti á Skagaströnd í apríl  var 3,7 gráður. Hýjast var að meðaltali þann 9. apríl en þá fór hitinn upp í 7,9 gráður. 
Síðustu dagar mánaðarins voru hlýir en þá fór hitinn yfir 7 gráður. Sé meðaltalinu sleppt var hlýjast milli kl. 16 og 19 þann 28. apríl en þá var hitinn frá 10 til nærri 12 gráður.
Vindgangur var nokkur í apríl, þó var meðalvindstyrkur mánaðarins aðeins 7,8 metrar á sekúndu (m/s). 
Nokkrum sinnum hvesst hressilega. Hvassast var 10. apríl er rokið fór í 26 m/s en þann dag var skratti hvasst á Skagaströnd og var mælingin langtímum saman yfir 20 m/s. 
Eftir því sem leið á mánuðinn lygndi og endaði mánuðurinn eins og hann byrjaði í koppalogni.
Ráðandi vindátt í apríl var suður og suðvestur en það sést greinilega á vindrósinni sem hér fylgir með.
Að öðru leyti hefur veðrið í vetur verið sem hér segir:
Vindur, m/s
Nóvember	6,0
Desember	7,1
Janúar	9,0
Febrúar	6,7
Mars	        8,2
Apríl	        7,8
Hiti
Nóvember	0,5
Desember	0,5
Janúar	0,4
Febrúar	1,4
Mars	       -1,6
Apríl	        3,7
Vindáttir
Nóvember	Austlægar og norðlægar
Desember	Frekar suðlægar
Janúar	Norðlægar
Febrúar	Suður og austlægar
Mars	        Suðvestlægar
Apríl	        Suður og suðvestlæg