Menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg

Samkvæmt tillögu menntamálaráðherra hefur Dagur íslenskrar tungu verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, frá árinu 1996.

Höfðaskóli hefur ætíð síðan gert mikið úr deginumog haldið upp á hann með einhverjum hætti. Í fyrra var ákveðið í Höfðaskóla skyldi dagurinn einnig vera helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur fyrrverandi kennara við skólannn með því að halda menningar- og hátíðardagskrá fyrir bæjarbúa í félagsheimilinu Fellsborg.

Nemendur skólans munu syngja, leika, flytja ljóð, sögur ofl. Í ár eru 50 ár liðin frá því eldri hluti skólabyggingar Höfðaskóla var tekinn í notkun og mun dagskrá kvöldsins því að einhverju leyti tengjast sögu skólans.

Aðgangur er ókeypis en skólafélagið Rán verður með kaffi á borðum og veitingasölu í hléi og kostar 350 kr fyrir kaffi/svala og kökudisk.

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla vonast eftir að sjá sem flesta bæjarbúa í hátíðarskapi í Fellsborg.