Menningarráð styrkir fjóra á Skagaströnd

 

 

Fjórir aðilar á Skagaströnd fengu í gær styrki frá Menningarráði Norðurlands vestra. Ráðið er í eigu sveitarfélaganna og er ætlað að efla menningarstarf og vinna að auknu samstarfi, samnýtingu starfskrafta og efla traust og tengsl milli þeirra aðila sem standa að menningarmálum.

 

Meðal þeirra sem hlutu núna styrkir var Kántrýbær fékk eina milljón króna til að koma upp Kántrýsetri. Spákonuarfur fékk eina milljón króna sem notaðar verða í gerð afsteypu eða líkneskis af Þórísi spákonu. Nes-listamiðstöð fékk 750.000 krónur vegn dvalar og verkefna listamanna. Loks fékk Skagaströnd 500.000 krónur vegna gerða heimilarmyndar um sveitarfélagið en myndin er verkefni Halldórs Árna Sveinssonar sem var gestalistamaður hjá Nes-listamiðstöð í sumar.