Menntabúðir Höfðaskóla

Mynd fengin að láni frá heimasíðu skólans
Mynd fengin að láni frá heimasíðu skólans

Þann 2. nóvember sl. héldu nemendur Höfðaskóla menntabúðir fyrir gesti skólans.

Á heimasíðu skólans segir m.a. "Mikil þekking og reynsla í upplýsingatækni og tækniþróun er til staðar hjá nemendum Höfðaskóla eins og sjá mátti á þeim tæplega 40 stöðvum sem nemendur í 1.-10.bekk settu upp og fögnum við því tækifæri að geta deilt hugmyndum og reynslu með því að sýna, sjá og ræða saman. Tæknin gerir skólastarfið fjölbreyttara og þau verkfæri og þekking sem hlotnast er oft mögnuð."

Til hamingju kæri Höfðaskóli með þetta frábæra framtak og duglegu og kláru nemendurnar sem við erum svo heppin að eiga! Sveitarfélagið er mjög stolt af því góða starfi sem er unnið í skólanum.

Sveitarstjóri