Metafli á land, 34% aukning

Landaður afli á Skagaströnd fyrstu fimm mánuði kvótaársins 2010-11 er tæplega 34% meiri en á sama tímabili síðasta kvótaárs. Þetta eru 6.510 tonn og hefur líklega aldrei áður borist jafn mikill afli á land í bænum.

Aflinn það sem af er kvótaárinu er meiri en barst allt kvótaárið 2007-8 og aðeins um 21% minna en næsta kvótaár á eftir, 2008-9.

Landaður afli í janúar á Skagaströnd var 336 tonn sem aðeins minna en í janúar á síðasta ári, en þá barst 353 tonn á land. 

Aflahæstu bátar í janúar voru þessir:
  • Sighvatur GK-57, 2 landanir, samtals 116 tonn.
  • Fjölnir Su-57, 1 löndun, samtals 60,5 tonn
  • Sóley Sigurjóns GK-200, 1 löndun, samtals 55,8 tonn
  • Berglín GK-300, 1 löndun, samtals 51 tonn
  • Alda HU-112, 7 landanir, samtals 28 tonn
  • Sæfari SK-112, 7 landanir, 12 tonn
  • Flugalda ST-54, 2 landanir, 11 tonn

Kvótaárið miðast við upphaf september og lýkur í lok ágúst árið eftir. Meðfylgjandi er súlurit sem sýnir afla hvers kvótaárs. Bláu súlurnar sýna mánaðarlegan afla þess sem nú stendur yfir.