Metafli í október á Skagaströnd

Metafli kom í land á Skagaströnd í október eða 1.839 tonn sem slær jafnvel við metaflanum í september á þessu ári. Enn má ítreka það að elstu menn muna vart annað eins. 

Þessir tveir síðustu mánuðir hins nýja fiskveiðiárs lofa góðu um framhaldið enda aflabrögð verið með afbrigðum góð á miðum í og nálægt Húnaflóa.

Aflahæstu skipin í október eru þessi:
  1. Sighvatur GK57, 382 tonn
  2. Arnar, HU1, 376 tonn
  3. Ágúst GK95,  186 tonn
  4. Tómas Þorvaldsson GK10, 181 tonn
  5. Gullhólmi SH201, 119 tonn
  6. Kristrún, RE177, 99 tonn
  7. Rifsnes SH44, 82 tonn