Metafli í Skagastrandarhöfn í september

Alls var landað rúmlega 1.782 tonnum í Skagastrandarhöfn í september og er það metafli og muna elstu menn vart annað eins. Aflinn er nærri fjórum sinni meiri en í september árið 2007, rúmlega þrefalt meiri en í september 2008 og tvöfalt meiri en í fyrra, en þá var hann 883 tonn.

Raunar hefur aldrei á síðustu þremur árum komið jafn mikill afli á land í einum mánuði. Áður hafði mestur afli komið á land í nóvember 2008, 1.575 tonn, og í nóvember Aflabrögð hafa því verið með mesta móti og mörg skip hafa lent i því að vera að klára kvótann alltof snemma og útgerðarmenn hafa því sent þau á aðrar veiðar.

Um 37 skip og bátar hafa gert út frá Skagaströnd í september og voru smærri bátarnir flestir, alls 22.

Aflahæstu skipin eru þessi:
  1. Arnar, HU1, 1 löndun, 412 tonn
  2. Ágúst GK95, 5 landanir, 281 tonn
  3. Valdimar GK195, 6 landanir, 268 tonn
  4. Sturla GK12, 2 landanir, 141 tonn
  5. Sighvatur GK57, 1. löndun, 81 tonn
  6. Kristrún RE177, 1 löndun, 37 tonn
  7. Rifsnes SH44, 1 löndun, 24 tonn
  8. Gullhólmi SH202, 1, löndun, 19 tonn
Umsvifin í Skagstrandarhöfn eru þó meiri. Í september voru flutt þaðan nærri 700 tonn af brotajárni á vegum Hringrásar.