Mikil umsvif á Skagastrandarhöfn

Undanfarnar vikur hefur verið mikil umferð um Skagastrandarhöfn. Aflabrögð hjá handfæra og línubátum hafa verið ágæt og 30-40 bátar sem stunda veiðarnar. Togararnir Arnar og Örvar lönduðu góðum afla um síðustu mánaðarmót og rækjuflutningaskipin Ludvik Andersen og Green Arctic hafa flutt farma af rækju til vinnslunnar. Brotajárnsflutningaskipið Anja Funk kom til að flytja járn til endurvinnslu fyrir Hringrás hf.