Mín Sýn - Myndlistasýning í Kaffi Bjarmanesi

 

Sunnudaginn 30. júní kl 13.00 opna ég  myndlistasýninguna Mín Sýn í Kaffi Bjarmanesi á Skagaströnd.

Sýningin er 14 olíumálverk, en hluti þeirra eru samspil myndverks, ljóðs og tónlistar.

Sýningargestir fá mp3 spilara ( 4 spilarar) þar sem hægt er að hlusta á flutning ljóða/laga.

 

Mynd – ljóð – lag:

·        Borgin       Lag : Katie Melua. Texti : Herdís Þ. Jakobsdóttir.

·        Ljósið        Lag : Rúnar Þór. Texti : Herdís Þ. Jakobsdóttir.

·        Farinn       Lag : Emeli Sande. Texti : Herdís Þ. Jakobsdóttir.

·        Dagar        Lag : GCD. Texti: Herdís Þ. Jakobsdóttir

·        Spegilinn           Lag : Bubbi Morthens. Texti Herdís Þ. Jakobsdóttir.

 

Jón Ólafur Sigurjónsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir sáu um allan tónlistaflutning og upptökur. Herdís Þ. Jakobsdóttir og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir syngja ljóðin/lögin.

 

Sýningin er styrkt af minningarsjóðinum um hjónin frá Garði og Vindhæli.

 

Ég býð ykkur öll velkomin á sýninguna sem stendur til 31. júlí nk.

 

Herdís Þ. Jakobsdóttir.