Miriam Acoustic Group heldur tónleika

Það verður nóg að gera í menningarlífi Húnvetninga og Skagfirðinga í næstu viku því þá mun pólsk/íslenska jazzhljómsveitin Miriam Acoustic Group halda tónleika á flestum þéttbýlisstöðunum.

Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði fyrir nokkru styrkjum til menningarverkefna á svæðinu og fékk Kaffihúsið Við árbakkann styrk til að flytja inn þessa hljómsveit.  Mun hún spila í grunnskólum og einnig á nokkrum vel völdum stöðum.

 

Á mánudag (1. sept.) verða tónleikar í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 20:30, á þriðjudag eru tónleikar í Kántrýbæ kl. 20:00, á miðvikudag kl. 20:00 njóta gestir kaffi Síróps á Hvammstanga tónleika og lokatónleikarnir verða á Mælifelli á Sauðárkróki kl. 20:00.

 

Gaman er að geta þess að það er frítt á alla tónleikana því auk styrksins frá Mennigarráði hafa nokkur fyrirtæki styrkt verkefnið. Þau eru: Stígandi ehf, SAH afurðir, Samkaup, Vélsmiðja Alla, Léttitækni ehf., Vífilfell, Kjalfell, Sparisjóður Húnaþings og Stranda, KVH Hvammstanga, Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar,

Fjölritunarstofan Grettir, Bílaleiga Akureyrar: Höldur, Við árbakkann og Verkfræðistofan Stoð

Nú er bara að drífa sig út og njóta góðra tónleika í boði þessara ágætu aðila.

 

Skólatónleikarnir verða sem hér segir: Í Grunnskólanum á Blönduósi mánud. 1. sept. kl. 11, í Húnavallaskóla þriðjud. 2. sept. kl. 10:30 og í Höfðaskóla kl. 14 þann sama dag. Miðvikudaginn 3. sept. verður hljómsveitin í Grunnskóla Húnaþings vestra, Laugarbakka kl. 10:30 og föstudaginn 5. september kl. 10:30 í Árskóla á Sauðárkróki.