Multi Musica í Kántríbæ föstudagskvöldið

MULTI MUSICA hópurinn frumflutti tónleikadagskrá sína í Miðgarði þann fyrsta vetrardag við frábærar undirtektir áheyrenda.  


Nú verða tónleikarnir endurteknir í Kántríbæ þann föstudaginn 27.nóvember næstkomandi kl. 21.00.
Farið er með áhorfendur í einskonar heimsreisu en flutt verða 14 lög frá 12 löndum.
Löndin sem um ræðir eru Spánn, Ísrael, Rúmenía, Kúba, Mexíkó, Chile, Argentína, Brasilía, Indland,Grikkland, Suður-Afríka og Kenía. 

Um afar fjölbreytta tónlist er að ræða, þjóðlög, tangó og salsa svo eitthvað sé nefnt og fá áheyrendur að upplifa hlýlega og seiðandi tónlist í byrjun vetrar í alþjóðlegri stemningu.

Multi Musica eru: 
Ásdís Guðmundsdóttir, söngur og ásláttur
Sorin Lazar, gítar 
Jóhann Friðriksson, trommur
Rögnvaldur Valbergsson, hljómborð,gítar og harmonikka
Sigurður Björnsson, bassi
Sveinn Sigurbjörnsson, bongó og trompet
Íris Baldvinsdóttir, bakraddir og ásláttur
Jóhanna Marín Óskarsdóttir, bakraddir, strengir og ásláttur
Ólöf Ólafsdóttir, bakraddir og ásláttur
Þórunn Rögnvaldsdóttir, bakraddir og ásláttur

Kynnir á tónleikunum verður Íris Baldvinsdóttir. 

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er aðgangseyrir kr.1.500. 

Ekki missa af þessum frábæru tónleikum!

Tónleikarnir eru styrktir af minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli.