Mynd vikunnar

Páll Jónsson var skólastjóri Höfðaskóla í fjölda ára. Á meðfylgjandi mynd situr hann og kona hans Sigríður Guðnadóttir öndvegi. Myndin er tekin í skólastofu, kaffi og kökur eru á borðum og klukkan á veggnum virðist frekar vera tíu en tólf. 

Nú veltir Hjalti Viðar Reynisson, umsjónarmaður Ljómsyndasfans Skagastrandar, fyrir sér hverjir séu á myndinni, í hvaða tilefni þetta samsæti er haldið og ekki síst hvenær.

Þeir sem til þekkja eru hvattir til að hafa samband við Hjalta alla virka daga fyrir hádegi, en síminn er 455 2700.