Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason
Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason

Stíflan í Hrafnánni var á sínum tíma gerð til að safna neysluvatni fyrir bæjarbúa. Í mörg ár var allt neysluvatn tekið þarna úr ánni en það gat stundum verið gruggugt á leysingum á vorin. Einnig kom það fyrir að skepnur, kindur eða hestar, drápust í ánni ofan við stífluna þannig að fólk var að drekka seyðið af þeim næstu mánuði. Í bókinni Byggðin undir Borginni segir á bls. 298: " ........Vatnsveita Skagstrendinga þótti löngum mjög slæm. Notast var við árvatn úr Hrafná sem oft varð dökkt af óhreinindum,einkum í vorleysingum og því mjög óheppilegt til nútímalegs fiskiðnaðar og auk þess hvimleitt sem neysluvatn...........". Nú gerðist það í vor, í miklum leysingum, að áin braut  ca metra ofan af stíflunni með vatnsflaumi og íshröngli. Ásýnd stíflunnar er því mikið breytt frá því sem hún er á þessari mynd.