Mynd vikunnar

Ljósmyndari: Gunnar Albertsson - safn
Ljósmyndari: Gunnar Albertsson - safn

Áhöfn Húna HU 1 stillir sér upp fyrir myndatöku eftir vel heppaðan síldartúr. Mennirnir eru frá vinstri: óþekktur (? Gísli Ófeigsson?), Gunnlaugur Árnason (d.14.9.2016), Birgir Þórbjarnarson, Jónas Skaftason (d.17.11.2017), Hákon Magnússon (d. 2.8.2020) skipstjóri, Eðvarð Jóhannesson, Gunnar Albertsson (d.27.7.2019), Snorri Gíslason (d.29.5.1994) og Högni Jensson. Húni var smíðaður í Austur Þýskalandi 1957 en fórst með átta manna áhöfn við Hópsnes 2. mars 1976. Þá hét hann Hafrún ÁR.