Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Vinnuflokkur tyllir sér niður í tilefni af reisugilli þjónustuhússins sem þeir byggðu á tjaldstæðinu. Myndin var tekin í júlí árið 2000. Karlarnir eru frá vinstri: Helgi Gunnarsson verktaki, Magnús Hjaltason (d.16.6.2014), Gunnar Helgason, Sigurður Björnsson, Baldvin Hjaltason, Árni Halldór Eðvarðsson, Eðvarð Ingvason (d.29.5.2011) og Hrólfur Pétursson. Helgi er með höndina í fatla eftir að hafa brotið viðbein og slitið sinar í  öxlinni þegar hann datt af sperru hússins og lenti á gólfbita.