Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Myndin er af börnum í Höfðaskóla fæddum 1967 ásamt kennara sínum, Magnúsi B. Jónssyni. Myndin var líklega tekin kringum 1976. Í fremstu röð eru frá vinstri: Svenny Hallbjörnsdóttir, Erna Rós Magnúsdóttir, Bergþóra Huld Birgisdóttir, Birna Sveinsdóttir og Rósa Sigurðardóttir. Í miðröð frá vinstri: Ólafur Sveinn Ásgeirsson, Hafsteinn Pálsson, Björn Hallbjörnsson, Ingvar Jónsson og Hrólfur Eggert Pétursson. Aftasta röð frá vinstri: Þórarinn Kári Þórsson, Arnar Arnarsson og Ingvar Þór Jónsson. Aftan við hópinn er Magnús kennari. Myndin var tekin á skólatröppunum, sem nú hafa verið fjarlægðar, vestan á skólanum.