Mynd vikunnar

Ljósmynd: María Magnúsdóttir - safn
Ljósmynd: María Magnúsdóttir - safn

Jóna Guðjónsdóttir lést 5. ágúst síðast liðinn.

Jóna var kona sem hélt sig út af fyrir sig, óhrædd við að fara sínar eigin leiðir, hugsandi og vinaföst. Hún var mikill lestrarhestur og ekki mikið fyrir að þvælast um heiminn heldur tók hann til sín gegnum bækur og aðra miðla. Börnin hennar og barnabörnin áttu stóran sess í hjarta Jónu og hjá henni áttu þau alltaf skjól.                                                                                                   

Útför Jónu hefur farið fram í kyrrþey. Við vottum aðstandendum hennar innilega samúð nú þegar hún hefur ferð sína í ljósið þar sem hennar bíða ástvinir sem áður eru farnir.