Mynd vikunnar

Ragnheiður Linda Kristjánsdóttir
Ragnheiður Linda Kristjánsdóttir

Ragnheiður Linda Kristjánsdóttir lést 25. ágúst síðast liðinn. Hún verður jarðsungin frá Hólaneskirkju klukkan 14:00 laugardaginn 11. september.

 

Linda var samviskusöm, jafnlynd, hláturmild og hreinskilin. Vinnusöm vann hún öll sín verk vel  án þess að miklast af þeim og var ákaflega traustur starfsmaður. Linda var vinamörg og eftirsóttur félagsskapur því henni fylgdi gleði og smitandi hlátur hvar sem hún fór. Hún hafði ákveðnar skoðanir á málum en var ekkert að trana þeim fram þó hún væri óhrædd að segja þær ef eftir var leitað. Nú þegar hún hefur ferð sína inn í ljósið er hugur okkar hjá aðstandendum hennar sem eftir sitja með góðar minningar um ljúfa og hjálpsama konu. Blessuð sé minning Ragnheiðar Lindu Kristjánsdóttur.