Mynd vikunnar

Ljósmyndari: Bjarnhildur Sigurðardóttir
Ljósmyndari: Bjarnhildur Sigurðardóttir


Í nokkur ár upp úr 1990 var Bjarnhildur Sigurðardóttir (d.22.4.2016) skemmtanastjóri í veitingahúsinu Kántrýbæ á Skagaströnd. Bjarnhildur fékk marga af topp listamönnum þjóðarinnar í dægurgeiranum til að koma og vera með tónleika á litla sviðinu í Kántrýbæ. Á þessari mynd frá 5. ágúst 1994 treður unglingahljómsveitin T-Rex upp fyrir 50 manns. Hljómsveitin var skipuð ungum strákum frá Skagaströnd en þeir eru frá vinstri: Birkir Rafn Gíslason, Jón Ólafur Sigurjónsson, Sigurður Berndsen og Pétur Herbertsson. Birkir er sá eini þeirra sem lagt hefur tónlistina fyrir sig sem atvinnugrein.