Mynd vikunnar

Ljósmynd: Evald Hemmert
Ljósmynd: Evald Hemmert

Æðarvarpi sinnt í Spákonufellsey. Í landi sjást Einbúinn og verslunarhúsin til hægri en húsið, sem ber yfir manninn í vestinu, er hús verslunarstjórans. Þar á bakvið er Spákonufellshöfði og húsið upp við hann er Flankastaðir eða Kárastaðir. Á myndin eru Carl Berndsen (d.15.12.1954) til vinstri og Gísli Einarsson (d.27.10.1969) til hægri. Bakvið hann sést í Ernst Berndsen (d.21.8.1983) og lengst til hægri er Jóhann Jósepssson (d.7.6.1964). Líklega er myndin tekin 1908-1910. Fremst á myndinni sést í hluta af búnaði ljósmyndarans. Leifar af  Spákonufellsey má enn finna vestan við skúrana sem eru á bryggjunni. Annars var eyjan brotin niður að stórum hluta 1934-5 til að nota sem uppfyllingu í höfninni. Grjót úr Höfðanum var svo notað til að tengja eyjuna við land vestan við Einbúann. Ef grannt er skoðað má sjá örlítinn bryggjustúf til hægri á myndinni, fram af verslunarhúsunum.