Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Um þessar mundir er nóg að gera hjá jólasveinunum okkar.  Þeir þurfa að þvælast um borg og bý  til að lauma einhverju í skóna í gluggunum hjá börnunum. Þeir eru svo klárir að þeir finna strax á lyktinni hvort barnið hefur verið þægt og gott eða óþekkt en þá er illt í efni fyrir barnið. Ekki er vitað hver af jólasveinunum 13 þetta er en myndin náðist af honum þegar kveikt var á jólatrénu á Hnappstaðatúninu 3. desember 2007. Þeir sveinkarnir hafa nefnilega svo gaman af jólaljósunum eins og við hin.