Mynd vikunnar

Gunnar Albertsson lést 27. júlí. Hann verður jarðsettur frá Hólaneskirkju klukkan 14:00 föstudaginn 9. ágúst. 

Fagmaður og trúr yfir því sem honum var treyst fyrir lýsa Gunnari Albertssyni vel. Verklaginn vélstjóri, verkstjóri og góður fjölskyldufaðir var myndin sem við höfum af honum í huganum nú þegar hann hefur ferð sína inn í ljósið. Gunnar hafði mikinn áhuga fyrir varðveislu gamalla hluta og var velunnari Minja- og munasafns Skagastrandar. Hann studdi safnið meðal annars með því að færa því ýmsa hluti að gjöf.    

Nú þegar hann er kvaddur hinstu kveðju er hugur okkar hjá aðstandendum hans sem syrgja góðan mann.